fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
FókusKynning

Hnetusmjörið frá H-Berg: Hollusta og hnossgæti!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. júní 2016 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnetusmjörið frá H-Berg hefur verið í framleiðslu síðan árið 2013 og hefur staðið landsmönnum til boða í flestum verslunum allar götur síðan. Hnetusmjör fyrirtækisins hefur slegið í gegn, en það er einstaklega bragðgott og áhugafólk um hnetusmjör getur svo sannarlega vottað það.

Ekki skemmir fyrir að hnetusmjörið frá H-Berg er náttúrulegt og inniheldur hvorki viðbættan sykur né aukefni. Innihaldið í hnetusmjörinu frá H-Berg er 99,5% jarðhnetur og 0,5% sjávarsalt. Auk þess að framleiða hið hefðbundna hnetusmjör, sem unnið er úr jarðhnetum, býður H-Berg einnig upp á kasjúsmjör (unnið úr kasjúhnetum) og möndlusmjör (unnið úr möndlum).

Mjög góður fitugjafi

Hnetusmjör hefur lengi verið vinsælt, þrátt fyrir að margir telji það hina örgustu óhollustu. Það er hins vegar byggt á misskilningi því hnetusmjör er mjög góður fitugjafi. Hnetusmjörið frá H-Berg inniheldur til að mynda 49,3 g af fitu í
hverjum 100 gr. þar af er stærstur hluti ómettaðar fitusýrur sem eru nauðsynlegar líkama okkar. Hnetusmjör er þess vegna kjörin leið til þess að auka magn hollrar fitu í daglegu fæðuvali.

Hnetusmjör í bústið og baksturinn

Hnetusmjörið frá H-Berg hentar afar vel í matargerð, bústið og baksturinn. Það er einnig frábært að smyrja því á niðurskorin epli sem hollt og bragðgott millimál.

Hér er dæmi um frábæra uppskrift þar sem hnetusmjör er í aðalhlutverki.

Próteinbættar hnetusmjörskúlur:

15 kúlur
1/2 bolli hnetusmjör, kasjúhnetusmjör eða möndlusmjör. (Við mælum sérstaklega með íslenska hnetusmjörinu frá H-Berg).
40-60 g súkkulaði prótein. (Líka hægt að prófa að nota vanilluprótein og kakó).
20 dropar stevía sætuefni. (T.d. frá Via Health).
70% súkkulaði. (Hægt að byrja á að nota u.þ.b. hálfa plötu).
1 tsk. olía

Blandið hnetusmjöri, próteini og stevíu vel saman í deig. Formið kúlur og setjið í frysti í 20 mínútur. Á meðan kúlurnar eru í frystinum er súkkulaðið brætt með olíunni, hrærið vel í. Takið nú kúlurnar úr frysti og stingið í eina í einu með tannstöngli og dýfið í súkkulaðið og látið á smjörpappír. Setjið í kæli á meðan súkkulaðið harðnar.

Fyrirtækið H-Berg ehf. var stofnað árið 2007 af Halldóri Berg Jónssyni og fjölskyldu, með það að leiðarljósi að bjóða upp á persónulega þjónustu og vandaðar og góðar vörur. Árið 2009 fór fyrirtækið að framleiða súkkulaðihjúpaðar gráfíkjur og döðlukúlur. Síðan þá hefur afurðum fyrirtækisins stöðugt fjölgað, en það framleiðir m.a. annars hina sívinsælu kókosolíu auk þess það býður upp á alls kyns hnetur, fræ og fleira góðgæti.

Vörur H-Berg fást í flestum verslunum um land allt. Nánari upplýsingar um fyrirtækið og vörur þess er að finna á heimasíðu H-Berg.

H-Berg ehf., Grandatröð 12, 220 Hafnarfjörður.Sími: 565-6500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7