fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kári í Eyjunni: „Ef það þarf að hækka skatta þá gerum við það“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig menn ætla að ráðast í þetta. Ég held að það sé mjög mikilvægt að setja strax töluvert fé í heilbrigðiskerfið. Ég held að það sé ekki nóg að setja fimm ára áætlun sem gerir ráð fyrir því að við aukum fé til heilbrigðismála 30 milljarða á fimm árum.“

Þetta sagði Kári Stefánsson í sjónvarpsþættinum Eyjunni sem sýndur er á Stöð 2. Kári afhenti í gær stjórnvöldum á níunda tugþúsunda undirskrifa sem hann hefur safnað í baráttu sinni fyrir auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins. Kári sagði jafnframt:

„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að auka samneysluna og ef það þarf að hækka skatta til þess, þá gerum við það.“

Kári sagðist einnig skynja að tónn stjórnvalda hefði breyst og þeir skynjuðu ekki söfnunina lengur sem ógn. Telur vísindamaðurinn að stjórnmálamenn geri sér betur rein fyrir að eyða þurfi meiru í heilbrigðismál.

Kári bætti við:

„Það er alveg fullt af peningum og ég er mjög þakklátur fyrir að heyra þá tölu út úr munni þeirra sem sitja nú og stjórna. En þannig er mál með vexti að það er tiltölulega lítill vandi að lofa upp í ermina á sér og það er sérstaklega lítill vandi að lofa upp í ermina á öðrum. Vegna þess að það eru kosningar i haust og maður veit aldrei hverjir koma til með að skipa þá ríkisstjórn sem við tekur.“

Kári bætti ennfremur við að hann færi að gera stjórnarflokkunum mikinn greiða. Nú viti þeir hvað þjóðin vill.

„Ef það verður ekkert nýtt fé sett í heilbrigðismál fyrir kosningar þá er ég handviss um að ríkisstjórnarflokkarnir verða flengdir í kosningunum.“

Þá sagði Kári á öðrum stað:

„Munurinn á milli þeirra sem eiga og eiga ekki hefur verið að aukast, það er krafa um að lækka skatta sem þýðir minna fjármagn til samneyslunnar. Ég held því fram að við séum samfélag sem krefst meiri félagshyggju. Þetta er svo lítið samfélag, við erum svo nálægt hvoru öðru og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við þann mikla mun sem er orðinn til.“

Hér má horfa á viðtalið í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum