fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

80% vill að Sigmundur Davíð segi af sér: 32% framsóknarmanna vilja hann burt

Mikill vilji til þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem þingmaður einnig

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. apríl 2016 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem þingmaður – eða 80%.

Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í vikunni eins og kunnugt er vegna tengsla við eignarhaldsfélagsins Wintris sem er á Bresku jómfrúreyjunum og kom fyrir í Panamaskjölunum.

Þá vilja 64% að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segi einnig af sér.

Þá eru 32% kjósenda Framsóknarflokksins frekar eða mjög hlynntir því að Sigmundur Davíð segi af sér.

Bjarni nýtur meiri stuðnings á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 7% eru frekar eða mjög hlynntir að hann segi af sér sem ráðherra.

9% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru frekar eða mjög hlynnt því að Ólöf Nordal segi af sér embætti innanríkisráðherra

Um helmingur svarenda könnunarinnar vilja að kosið verði strax. Þá vilja 26% kjósa í haust eins og til stendur samkvæmt loforðin nýrra ríkisstjórnar.

Hægt er að skoða könnunina hér.

Félagsvísindastofnun lagði nokkrar spurningar fyrir úrtak úr netpanel stofnunarinnar dagana 7. og 8. apríl 2016.
Svarendur voru 862.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi