fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Sport

Mistök lögreglu orsök Hillsborough-slyssins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða réttarrannsóknar, sem staðið hefur yfir undanfarin tvö ár, hefur leitt í ljós að lögregla bar sökina á dauða þeirra 96 sem létust á Hillsborough árið 1989.

Ættingjar fórnarlambanna, sem voru stuðningsmenn Liverpool, grétu af gleði þegar niðurstaðan lá fyrir í morgun. Orsök slyssins og hver bar ábyrgðina hefur löngum verið þrætuepli á Bretlandseyjum. Sumir, meðal annars fulltrúar lögreglu hafa gengið svo langt að segja að ólæti stuðningsmannanna sjálfra hafi orsakað slysið. Nú liggur niðurstaða réttarrannsóknar hins vegar fyrir – og hún er skýr: Mistök lögreglu leiddu til slyssins.

Slysið varð sem fyrr segir á Hillsborough-vellinum á meðan undanúrslitaleikur Liverpool og Nottingham Forest stóð yfir þann 15. apríl 1989. 96 létust í slysinu og 766 slösuðust. Mistök voru gerð þegar áhorfendum var hleypt inn á Leppings Lane-áhorfendasvæðin sem voru yfirfull. Niðurstaða réttarrannsóknarinnar leiddi meðal annars í ljós að mistök hjá yfirmönnum lögreglu, sem fyrirskipuðu að hlið á vellinum skildu opnuð, hafi valdið slysinu og þá hafi öryggismálum verið ábótavant á Hillsborough-vellinum. Lögregla hafi sýnt að sér vanrækslu og ekki hefði verið hægt að kenna stuðningsmönnum um hvernig fór.

Nefnd sem framkvæmdi réttarrannsóknina hlustaði á vitnisburð hátt í þúsund áhorfenda sem voru á vellinum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Í gær

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi