fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Sigurður Einarsson hótaði barsmíðum: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“

Myndband birt á YouTube þar sem Kaupingsmaðurinn fyrrverandi lendir í orðaskaki við ferðalanga

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig,“ segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í upptöku sem birt er á vef YouTube. Þar virðist Sigurður hóta vegfarendum við húsið Veiðilæk í Borgarfirði.

Myndbandið sem um ræðir var birt 25. apríl síðastliðinn, en ekki liggur fyrir hvenær það var tekið. Húsið var í eigu Sigurðar, en hann hefur ekki verið eigandi þess frá árinu 2011. RÚV greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Sigurður er nýkominn á Vernd eftir að hafa afplánað fangelsidóm vegna Al-Thani málsins svokallaða. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

DV hefur áður fjallað um húsið Veiðilæk, en öllu var til tjaldað þegar Sigurður lét reisa sumarhúsið sem stendur í Borgarfirðinum. Samkvæmt teikningum átti það meðal annars að státa af fimm baðherbergjum, vínkjallara, gufuböðum og skotheldu gleri. Sigurður var úrskurðaður gjaldþrota þann 23. september í fyrra og var lýst kröfum í þrotabú hans upp á 250 þúsund milljónir króna. 38,3 milljónir fengust upp í kröfurnar.

Í myndbandinu kemur fram að sá sem tók það upp hafi komið við í Borgarfirðinum „eftir vel heppnaða jeppaferð á Vestfirði“. Svo virðist vera sem til orðaskipta hafa komið milli Sigurðar og þeirra sem ætluðu að fara að húsinu. Sigurður biður mennina um að fara og segir orðrétt: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“

DV reyndi að ná tali af Sigurði Einarssyni, en án árangurs. Freyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi farið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og skýrt að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. Við þetta bætir Freyr að Sigurðar sé að hafa eftirlit með húsinu fyrir vin sinn sem sé erlendis.

„Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“