Í kringum stórhátíðir riðlast yfirleitt opnunartímar verslana og veitingastaða. DV tók saman nokkrar verslanir og veitingastaði sem verða með opið yfir páskana.
Sumar verslanir munu hafa opið alla páskana. Verslanir Iceland í Engihjalla, Arnarbakka og í Vesturbergi munu hafa opið allan sólahringinn, alla páskana. Allar sólahringsbúðir 10-11 verða opnar allan sólahringinn um páskana. Verslun 10-11 á Akranesi verður einnig með opið allan sólahringinn um páskana.
Allar verslanir Hagkaupa verða lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Verslanirnar halda sínum eðlilega opnunartíma aðra daga, nema að það verður lokað í Hagkaupum í Kringlunni á mánudaginn, annan í páskum.
Verslanir Bónus verða lokaðar á Föstudaginn langa og á Páskadag. Opið verður á Skírdag á milli klukkan 10:00 og 19:00.
Á laugardaginn helst almennur opnunartími en á Annan í páskum er opið á milli klukkan 12:00 og 18:00. Lokað verður í Kringlunni og Skútuvogi.
Sumar verslanir Krónunnar verða opnar alla páskana, en nánari upplýsingar um það má finna á heimasíðu Krónunnar.
Kringlan og Smáralind verða lokaðar á föstudaginn langa, páskadag og á annan í páskum. Kringlan opnar á milli klukkan 13:00 og 18:00 á skírdag, en á laugardag á milli kl. 10:00 og 18:00.
Smáralind opnar á milli kl. 13:00 og 18:00 á skírdag, en á laugardag á milli kl. 11:00 og 18:00
Kvikmyndahúsin á höfuðborgarsvæðinu verða með opið yfir páskana. Hægt er að sjá sýningartíma og opnunartíma á heimasíðum þeirra.
Enginn ætti að verða svangur, því Domino’s verður með opið alla páskana nema á páskadag. Opnunartíma hvers afgreiðslustaðar fyrir sig má sjá á heimasíðu Domino’s.
Vínbúðin verður lokuð á Skírdag, Föstudaginn langa, Páskadag og Annan í páskum. Opið verður á laugardaginn samkvæmt eðlilegum opnunartíma.
Sjá einnig: Skemmtanahald yfir hátíðirnar