
Tottenham bíður endanlegrar niðurstöðu vegna meiðsla Lucas Bergvall, sem gæti verið frá í allt að þrjá mánuði.
Sænski miðjumaðurinn meiddist í 2-0 sigri liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld og var tekinn útaf, þó að hafa reynt að halda áfram að spila.
Læknateymi Tottenham metur nú alvarleika meiðslanna, en þau eru högg fyrir Thomas Frank, stjóra Tottenham, sem hefur þurft að glíma við fjarveru leikmanna eins og James Maddison, Rodrigo Bentancur, Mohammed Kudus, Dejan Kulusevski, Richarlison, Palhinha og Ben Davies.
Tottenham hefur gengið illa á leiktíðinni og er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Bergvall er 19 ára gamall og er á öðru ári sínu hjá Tottenham, en hann hefur spilað nokkuð stórt hlutverk á þessari leiktíð.