fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fréttir

Ion nauðgaði konu eftir jólaboð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. janúar 2026 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Ion Panaghiou var þann 14. janúar síðastliðinn sakfelldur fyrir nauðgun vegna atviks sem átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi, aðfaranótt mánudagsins 26. desember árið 2022.

Nauðgunin átti sér stað eftir jólaboð sem brotaþoli, kona, hélt á herbergi sínu á gistiheimilinu. Ion bjó einnig á gistiheimilinu og komst hann inn í jólaboð konunnar sem boðflenna. Nauðgunin átti sér stað eftir að aðrir gestir höfðu yfirgefið samkvæmið en konan gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.

Ion neitaði sök og bar við að samfarirnar hefðu verið með vilja konunnar. Dómurinn leiðir í ljós að Ion hafði áreitt konuna áður og sýna upptökur úr öryggismyndavélum hann ítrekað reyna að snerta og faðma konuna.

Á grundvelli framburðar konunnar og vitna var Ion sakfelldur og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“

Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“
Fréttir
Í gær

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni
Fréttir
Í gær

Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn

Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn
Fréttir
Í gær

Skrautlegt þjófapar – Karlmaðurinn faldi sig í geymsluhólfi sófa í loðpelsi og með rauða ofurhetjutösku

Skrautlegt þjófapar – Karlmaðurinn faldi sig í geymsluhólfi sófa í loðpelsi og með rauða ofurhetjutösku
Fréttir
Í gær

Róbert segir börnin í Laugardal eiga betra skilið – „Þolinmæðin er á þrotum“

Róbert segir börnin í Laugardal eiga betra skilið – „Þolinmæðin er á þrotum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samherji úthúðar Sönnu – „Ég, um mig, frá mér, til mín“

Fyrrum samherji úthúðar Sönnu – „Ég, um mig, frá mér, til mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brösug byrjun Nice air – Hætta við fyrstu ferðina milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Brösug byrjun Nice air – Hætta við fyrstu ferðina milli Akureyrar og Kaupmannahafnar