fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Pressan

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun

Pressan
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð byrja margir að huga að heilsunni og nota til þess ýmsar leiðir. Ein aðferð hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum, en það er 75 daga áskorun þar sem fólk þarf að leggja býsna mikið á sig til að ná árangri.

Upphafsmaður 75 Hard-áskorunarinnar heitir Andy Frisella og segir hann sjálfur að áskorunin geti leitt til verulegs þyngdartaps og bættrar heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar.

Áskorunin felur í sér að þátttakendur þurfa í 75 daga í röð drekka 3,7 lítra af vatni, taka tvær 45 mínútna æfingar á hverjum degi, borða „hreint“ mataræði, lesa 10 síður á dag í fræðibók eða sjálfshjálparbók og taka myndir á hverjum degi til að fylgjast með framvindunni.

Þátttakendur mega ekki neyta áfengis og ekki borða neina svindlmáltíð. Þá eiga þátttakendur ekki að laga prógrammið að eigin getu, jafnvel þó þeir séu í slæmu formi þegar áskorunin byrjar. Ef þetta klikkar einu sinni þurfa þátttakendur að byrja aftur á degi 1.

Ótrúlegur árangur

Í frétt Mail Online er sagt frá því að breski sjónvarpsmaðurinn Paddy McGuinness hafi klárað áskorunina fyrir skemmstu og er óhætt að segja að árangurinn hafi ekki látið á sér standa. Hann sagði að áskorunin væri ekki fyrir alla, en sagði að það eina sem þyrfti væri viljastyrkur. „Það er í raun ótrúlegt hvað hægt er að afreka á svo stuttum tíma.“

Þessi hugsunarháttur endurspeglar heimspeki Frisella sjálfs. „Aðstæður í lífinu verða aldrei fullkomnar,“ hefur hann sagt. „Þú munt alltaf þurfa að gera hluti sem þú hefur ekki lyst á.“

Sérfræðingar benda á að fólk hafi tilhneigingu til að fara aftur í gamla farið þegar áskoruninni lýkur. Sérstaklega þar sem hún er mjög krefjandi í þessa 75 daga.

Uppskrift að kulnun og meiðslum

Emma McCaffrey, einkaþjálfari og stofnandi heilsufyrirtækisins Move With Emma, segir að byrjendur og konur á miðjum aldri geti verið sérstaklega viðkvæmar fyrir áskoruninni.

„Þó 75 Hard sé markaðssett sem áskorun í andlegum styrk, er hún fyrir flestar konur – sérstaklega þær sem eru yfir fertugu – uppskrift að kulnun og meiðslum,“ segir hún og bætir við að raunveruleg, sjálfbær umbreyting gerist ekki á 75 daga spretti. „Hún byggist á stigvaxandi álagi á eigin forsendum, á nærandi og raunhæfan hátt fyrir hvern og einn.“

Þá gagnrýnir Emma að áskorunin leyfi ekki, eða geri ekki ráð fyrir, neinni raunverulegri hvíld sem auki hættu á meiðslum. „Tvær 45 mínútna æfingar á dag án hvíldardaga leiða til bólgu og ofþjálfunar“ segir hún og bætir við að stoðkerfið hjá byrjendum leyfi ekki svona mikið álag.

„Án hvíldardaga nær líkaminn ekki að laga örsmáar rifur í vöðvavef, sem getur leitt til langvarandi þreytu, sinabólgu eða álagsbrota frekar en styrks.“

Getur verið hættulegt að drekka of mikið vatn

Þá setur einkaþjálfarinn Rachael Sacerdoti einnig spurningarmerki við vatnsneysluna. Það henti ekki öllum að drekka meira en 3,5 lítra á dag og það geti í sumum tilfellum verið hættulegt að drekka of mikið af vatni.

„Að drekka eitt gallon (3,78 lítra) af vatni á dag kann að hljóma hollt, en það getur leitt til alvarlegs natríumskorts – ástands sem kallast hyponatremía eða vatnseitrun,“ sagði hún.

„Í sjaldgæfum tilfellum getur það valdið krömpum eða jafnvel dauða. Vatnsþörf fer eftir líkamsstærð, hreyfingu og loftslagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ástæða sambandsslita stjörnuparsins afhjúpuð

Ástæða sambandsslita stjörnuparsins afhjúpuð
Pressan
Í gær

Fimm algeng orðasambönd sem lygarar nota — þar á meðal algjör bullsetning

Fimm algeng orðasambönd sem lygarar nota — þar á meðal algjör bullsetning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 3 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump ætlar að gera árásir á landi gegn eiturlyfjagengjum í Mexíkó

Trump ætlar að gera árásir á landi gegn eiturlyfjagengjum í Mexíkó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu