fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Stjórn Eflingar fordæmir framgöngu Bandaríkjanna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. janúar 2026 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Eflingar stéttarfélags samþykkti í gær, 8. janúar, ályktun þar sem hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela eru harðlega fordæmdar. Í ályktuninni er þess krafist að íslensk stjórnvöld vinni að friðsamlegum og diplómatískum lausnum á alþjóðavettvangi.

Ályktun stjórnar Eflingar

Stjórn Eflingar fordæmir harðlega hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela og mannránið sem framið var á forseta landsins, Nicolás Maduro og Ciliu Flores, eiginkonu hans.

Aðgerð Bandaríkjanna er skýrt brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn ein staðfestingin á stórhættulegri árásargirni heimsvaldastefnunnar, árásargirni sem Bandaríkin hafa fengið að komst upp með áratugum saman, án þess að nokkur tilraun sé gerð til að stöðva framferði þeirra. Afleiðingin er sú að bandarísk stjórnvöld telja sig nú geta gert allt sem þeim sýnist, hversu siðlaust og glæpsamlegt sem það er gagnvart saklausum almenningi um allan heim.

Við óöld og lögleysu á vettvangi alþjóðastjórnmála verður ekki unað. Ólöglegum aðgerðum Bandaríkjanna verður að mæta með alþjóðlegri andspyrnu og andófi. Stjórn Eflingar mótmælir ofbeldi og yfirgangi heimsvaldasinna og setur fram þá kröfu að íslensk stjórnvöld vinni að friðsömum og diplómatískum lausnum á alþjóðavettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið