fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Trump ætlar að gera árásir á landi gegn eiturlyfjagengjum í Mexíkó

Pressan
Föstudaginn 9. janúar 2026 13:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að hefja hernaðaraðgerðir innan Mexíkó sem munu beinast að eiturlyfjahringjum landsins.

Eins og kunnugt er hafa bandarísk yfirvöld gert árásir á báta frá Venesúela sem grunuð eru um að flytja fíkniefni og nú ætlar hann að beina spjótum sínum að Mexíkó.

„Við ætlum að byrja, strax, að gera árásir á landi gegn eiturlyfjahringjunum,“ sagði Trump í viðtali við Sean Hannity þáttastjórnanda Fox News.

„Eiturlyfjahringirnir stjórna Mexíkó, og það er mjög sorglegt að horfa upp á það sem er að gerast í því landi. En hringirnir stjórna því. Þeir eru að drepa 250.000, 300.000 manns í landinu okkar á hverju einasta ári,“ sagði Trump.

Óvíst er hvernig stjórnvöld í Mexíkó munu taka hótunum Trumps en Claudia Sheinbaum, forseti landsins, sagði í vikunni að landið væri frjálst og fullvalda og það hafni afskiptum af innanríkismálum annarra ríkja.

„Nauðsynlegt er að árétta að í Mexíkó ræður fólkið, og að við erum frjálst og fullvalda ríki. Samstarf, já. Undirgefni og íhlutun, nei,“ sagði hún.

Frá því í september hafa Bandaríkjamenn drepið að minnsta kosti 115 manns í meira en 30 árásum á báta í Karíbahafi og Kyrrahafi. Sagði Trump í viðtalinu að mikill árangur hefði náðst en nú þyrfti að beina spjótum sínum að glæpagengjum á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðmorðingi dæmdur til dauða

Raðmorðingi dæmdur til dauða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn