fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 11:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úrvalsdeildardómarinn David Coote hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, eftir að hafa játað brot tengt ólöglegu myndefni af barni.

Coote, sem er 43 ára, var ákærður eftir að ósæmilegt myndband af barni fannst á tæki í hans eigu í febrúar 2025. Var málið sett í alvarlegasta flokk brotamála af þessu tagi.

Myndbandið sýndi 15 ára dreng. Coote játaði sök við þingfestingu málsins í október og dómur var kveðinn upp við Nottingham Crown Court.

Coote var rekinn sem dómari af ensku úrvalsdeildinni í desember 2024 fyrir alvarlegt brot á ráðningarsamningi sínum. Hann hafði áður verið settur í átta vikna bann af FA vegna ummæla um Jurgen Klopp í myndbandi á samfélagsmiðlum.

UEFA bannaði hann síðan alfarið í febrúar fyrir að sverta ímynd fótboltans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“