
Myndband af atvikinu hefur vakið óhug en á því má sjá stóran jeppa sem lokar íbúagötu og er hópur mótmælenda skammt frá.
Skömmu síðar koma lögreglubílar á vettvang ásamt starfsmönnum útlendingaeftirlitsins, sem ganga að jeppanum og skipa konunni sem situr þar ein að stíga út. Hún virðist ekki verða við fyrirmælunum og reynir í staðinn að aka af stað.
Í kjölfarið skýtur einn fulltrúanna á bílinn og eru þrjár kúlur sagðar hafa endað í höfði Renee. Við það missti hún stjórn á jeppanum sem staðnæmdist á annarri bifreið í götunni.
To all of the MAGA Republicans and ICE defenders who are claiming that this woman in Minneapolis, Minnesota, tried to run ICE officers over with her car before they shot and killed her, here is the actual video.
As you can clearly see, there are three ICE officers to the side of… pic.twitter.com/mWLV0mYVZR
— Ed Krassenstein (@EdKrassen) January 7, 2026
Móðir Renee, Donna Ganger, ræddi við fjölmiðla vestan hafs í gærkvöldi þar sem hún útilokaði að Renee hafi verið í hópi mótmælenda á svæðinu. „Það er heimskulegt að halda því fram. Hún var einstaklega samúðarfull, kærleiksrík, fyrirgefandi og hlý. Hún var ótrúleg manneskja,” sagði hún.
Renee var gift uppistandaranum Timothy Macklin, sem lést árið 2023, og var hún búsett í Minneapolis með núverandi sambýliskonu sinni.
Talsmaður útlendingaeftirlitsins segir að skotið hefði verið á bílinn eftir að konan reyndi að aka honum á starfsmenn þess. Vitni á vettvangi segja að það sé rangt og Renee hafi einfaldlega verið að reyna að koma sér í burtu. Undir það tekur Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, sem var ómyrkur í máli þegar hann tjáði sig um atvikið í gær.
„Drullið ykkur frá Minneapolis,“ sagði Frey í skilaboðum til ICE á blaðamannafundi.
Fram hefur komið í bandarískum fjölmiðlum að atvikið hafi átt sér stað fáeinum götum frá staðnum þar sem George Floyd lét lífið í haldi lögreglu árið 2020. Drápið leiddi til fjölmennra og harðra mótmæla gegn framkomu lögreglunnar í garð svartra.