fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Pressan
Þriðjudaginn 30. desember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefti kynningarfulltrúi hjónanna Meghan Markle og Harry Bretaprins, Meredith Maines, sagði upp störfum eftir myndatöku hjónanna með Kardashian fjölskyldunni. Maines var með starfstitilinn yfirmaður samskipta hjá Archewell Philanthropies.

Meredith Maines

Heimildarmaður segir Page Six að Maines hafi sagt upp störfum fyrir jól en muni starfa hjá fyrirtækinu fram yfir áramót til að aðstoða við breytingarnar. Dramatíkin með Kardashian fjölskyldunni mun hafa verið „síðasta stráið“ hjá Maines.

Hjónin komust í fréttirnar eftir að hafa sótt 70 ára afmælisveislu Kris Jenner þann 8. nóvember. Harry og Markle mættu í veisluna sem haldin var í 175 milljóna dala höll Jeffs Bezos og Lauren Sánchez í Beverly Hills í Kaliforníu. Þar blönduðu þau geði við fræga fólkið þar á meðal Kim Kardashian, Jay-Z, Beyoncé, Bill Gates, Paris Hilton, Tyler Perry, Ciara, Mark Zuckerberg og marga fleiri.

Eftir veisluna deildu Kim og Kris móðir hennar myndasafni, þar á meðal einni með Harry og Markle. Draman byrjaði þó fyrst þegar mæðgurnar eyddu myndunum sem hjónin voru á.

Heimildarmaður sagði Page Six að fólki nálægt konungsfjölskyldunni fyndist framkoma Harrys og Markle í veislunni vera „svo klisjukennd“.

„Þetta sýnir sannarlega að Harry er svo fjarlægur restinni af fjölskyldunni. Þetta fólk kann að vera stjörnur í Ameríku, en þessi hreina yfirlætissemi stangast á við það sem Vilhjálmur prins er að reyna að gera með lífi sínu og konungsfjölskyldunni,“ sagði heimildarmaður Page Six í nóvember. Bætti hann við að Harry hefði beðið Kim og Kris að fjarlægja myndirnar af þeim hjónum.

„Hjónin vilja ekki pirra konungsfjölskylduna á meðan þau eru að reyna að ná sáttum,“ sagði heimildarmaðurinn.

Annar heimildarmaður sagði að Kardashian-Jenner fjölskyldan væri pirruð á hjónunum sem hefðu með þessu háttalagi sínu skyggt á það sem átti að vera hátíðarhöld Kris.

Sem yfirmaður almannatengsla Harrys og Markle þurfti Maines, sem hóf störf fyrir parið í janúar, að takast á við alla þá gagnrýni sem hjónin fá á sig. Á föstudag bárust fréttir af því að Maines væri búin að segja upp.

„Hún er óbilandi og kvartar ekki … hún naut þess virkilega að starfa þarna, en á ákveðnum tímapunkti er kominn tími til að fara. Hún kemur úr áhættufjárfesta- og tæknigeiranum og er vön því að svo margt sé að gerast allan tímann,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Aðrir kunna að hafa talið að þetta væri ekki hefðbundinn bakgrunnur, en ég held að þetta hafi virkað vel. Það sem hún gat gert á næstum ári var ótrúlegt, hún setti af stað hlaðvarp og sjónvarpsþátt Meghan og sá um góðgerðarstarf prinsins.“

Heimildarmaðurinn sagði að Maines „gerði það sem hún þurfti að gera.“

Eftir standa tveir starfsmenn í góðgerðarstarfi hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 6 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur