fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Eyjan
Mánudaginn 29. desember 2025 17:00

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið hefur sagt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og pistlahöfundi upp störfum. Þetta var tilkynnt í dag. Auk Kolbrúnar var Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, sagt upp störfum.

Orðið á götunni er að ákvörðunin um uppsögn Kolbrúnar komi frá stjórn Árvakurs og hafi ekkert með hagræðingu eða fjárhagsstöðu fyrirtækisins að gera, en Árvakur hefur verið rekinn með miklu tapi um langt árabil.

Orðið á götunni er að hnitmiðuð og beinskeytt skrif Kolbrúnar sem gjarnan hefur beint spjótum sínum að stjórnarandstöðunni, og þá ekki síst Sjálfstæðisflokknum, hafi farið svo mjög fyrir brjóstið á stjórnarmönnum Árvakurs að þeir hafi ekki þolað við lengur og ákveðið að láta reka Kolbrúnu úr starfi, en tögl og hagldir í stjórninni hefur auðkonan Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Hún á sjálf sæti í stjórninni, auk tveggja skósveina sinna, þeirra Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og Sigurbjörns Magnússonar, föður Áslaugar Örnu, fyrrverandi ráðherra. Sigurbjörn er formaður stjórnarinnar.

Kolbrún hefur verið óhrædd við að gera gys að afkáralegum tilburðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og ekki hikað við að kalla hlutina réttum nöfnum. Mjög hefur kveðið við annan tón í hennar skrifum en annarra blaðamanna Morgunblaðsins, að ekki sé nú minnst á ritstjórnarpistlana sem bera ritstjóra blaðsins miður fagra sögu.

Orðið á götunni er að stjórn Árvakurs hafi nú lagt þá línu að ekki verði lengur unað við neina lausung inni á ritstjórn Morgunblaðsins þegar kemur að pólitík. Nú skuli allir feta flokkslínuna og ekkert múður. Þá er ekkert pláss fyrir sjálfstæða hugsun og sjálfstæðar skoðanir. Sjálfstæðisflokkslínan skuli ein ráða.

Orðið á götunni er að með brottrekstrinum á Kolbrúnu hafi stjórn Árvakurs grafið undan Morgunblaðinu sem fjölmiðli og endanlega sé nú búið að breyta blaðinu á áróðurspésa fyrir stórútgerðina í landinu og Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur í seinni tíð haft lítið annað hlutverk en að boða erindi útgerðarinnar. Fjölmiðillinn sem Matthías og Styrmir byggðu upp og gerðu að þeim virtasta hér á landi er nú endanlega liðinn undir lok og þar vaða nú uppi menn á borð við Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon, sem eru andlit skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar