fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. desember 2025 14:00

Myndbandið gengur um netheima.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason furðar sig á myndbandi sem nú gengur um netheima og er merkt Miðflokksmönnum. Er um að ræða myndband með efni sem vísar í Ísland frá því um miðja síðustu öld og með textanum „Gerum Ísland frábært á ný,“ sem er vísun í hægriöfgahreyfinguna MAGA í Bandaríkjunum og Donald Trump forseta.

Egill nefnir að í fyrsta lagi sé efnið líklegast stolið og svo sé boðskapurinn undarlegur.

„Myndefnið var mestanpart frá árunum frá því stuttu eftir stríð, ég kannaðist við mikið af því úr starfi mínu- þykir reyndar líklegt að þarna hafi það verið tekið ófrjálsri hendi. En ég fór að velta fyrir mér boðskapnum,“ segir Egill.

Það er að samfélagið á þessum tíma hafi verið langtum verra, hættulegra og ófrjálsara en það er í dag. Þetta sé tími sem fæstir myndu raunverulega vilja hverfa aftur til þó að landið hafi auðgast mikið á stríðsárunum. Nefnir hann ýmis dæmi því til stuðnings.

Fjöldi karla drukknaði á hverju ári

„Í landinu voru aðeins tveir menntaskólar – fæstir höfðu kost á að fara í langskólanám. Konur voru á lægra kaupi en karlar – voru reyndar upp til hópa við heimilisstörf þar sem karlar tóku lítinn sem engan þátt. Þær voru ekki á þingi eða í forystu í atvinnulífi,“ segir Egill. „Þarf ekki að taka fram að samkynhneigt fólk var í algjörum felum.“

Á þessum tíma hafi bændur verið að flosna upp af jörðum sínum í stórum stíl og flytja á mölina. Landauðn horfði við í sumum sveitum. Sjómennska var á þessum tíma mjög háskaleg atvinna og fjöldi karla drukknaði á hverju ári. Þá hafi verkamannavinna verið mikið strit.

„Ævilengd var mun styttri á þessum árum en nú og meðferð á fötluðu fólki myndum við núorðið telja óbærilega,“ segir Egill. „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli.“

Léleg hús og fáir komust til útlanda

Húsnæðismálin voru í miklum ólestri og fólk bjó þröngt í lélegu og leku húsnæði. Notast var við herskála úr stríðinu, það er braggana, í sumum hverfum.

Fæstir Íslendingar komust nokkurn tímann til útlanda á þessum árum. Vinnuvikan var lengri en nú og sumarleyfisréttur mun styttri.

Skömmtun og spilling

Þá nefnir hann hið alræmda skömmtunarkerfi. Það er til að halda gjaldeyri í landinu þurfti að skammta ýmsan varning, svo sem bifreiðum, fötum, skóm og ýmsum öðrum neysluvörum. Mikil spilling hafi verið í kringum þetta kerfi og almenn landlæg spilling í stjórnmálum og viðskiptum.

„Svona má lengi rekja söguna – þau má auðvitað segja á móti að fólk hafi verið nægjusamara, einn helsti gallinn á samfélaginu sem við lifum í er líklega hinn ægilega ofgnótt,“ segir Egill. „En sennilega myndu þó fæstir vilja skipta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó