
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Alexander Isak verði frá keppni í nokkra mánuði eftir alvarleg meiðsli sem hann hlaut í leik gegn Tottenham um helgina.
Isak meiddist þegar hann skoraði í 2-1 sigri Liverpool í Lundúnum, eftir harkalega tæklingu frá varnarmanni Tottenham, Micky van de Ven.
Liverpool greindi síðar frá því að Svíinn hefði brotið bein í vinstri fæti og gengist undir aðgerð vegna ökklameiðsla.
„Þetta verða langvarandi meiðsli, líklega nokkrir mánuðir. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir hann og að sama skapi fyrir okkur,“ segir Slot um máloið.