

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Hermann Hreiðarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Vals en umræðan hefur verið á þann veg að hann fái aðeins takmörkuð völd á Hlíðarenda.
„Hann fær ekki að ráða sér aðstoðarmann. Allir þjálfarar í öllum efstu deildum heims velja sér aðstoðarmann, nema Hermann Hreiðarsson hjá Val,“ benti Kristján til að mynda á, en Chris Brazell, fyrrum þjálfari Gróttu, mun aðstoða Hermann.
Brazell er áhugaverður karakter sem vakti oft athygli í viðtölum sem þjálfari Gróttu.
„Þetta er ótrúlegt og Chris Brazell mun vinna statt og stöðugt í því að koma Hermanni úr starfi. Það er 100 prósent. Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni,“ sagði Kristján.
Umræðan í heild er í spilaranum.