fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. desember 2025 17:30

Það kostar sitt að leggja við ferðamannastaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem á bókaða ferð í apríl er vonsvikinn og reiður vegna þess að eigendur flestra ferðamannastaða eru byrjaðir að rukka fyrir bílastæði. Fyrir aðeins ári síðan hafi flestir þeirra ekki gert það.

Eins og ferðamaðurinn greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit þá hyggst hann koma til lands í apríl næstkomandi og keyra hringveginn. Í umsögnum á netinu um staðina kemur hins vegar í ljós að flestir þeirra hafa nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði. Það er að fyrir aðeins um ári síðan hafi bílastæðin verið frí en nú kosti þau oftast í kringum 1000 krónur sem ferðamanninum þykir ansi blóðugt.

30 þúsund krónur

Hafði hann í hyggju á að skoða 30 staði á Íslandi, flesta á suðvesturhorninu, og vera allt að klukkutíma á hverjum stað.

„Þannig að þessi 30 bílastæði myndu kosta mig 30 þúsund krónur,“ segir ferðamaðurinn önugur. „Bílastæðið gildir í 24 klukkutíma en flest fólk kemur ekki aftur eftir að hafa skoðað staðinn og þó að þetta sé aðeins stutt stopp á fallegum stað þar sem þú dvelur kannski 20 mínútur en þarft samt að borga fyrir 24 tíma.“

Telur ferðamaðurinn eðlilegra að rukkað væri fyrir hvernig klukkutíma. Til dæmis 200 krónur fyrir tímann.

Mikil viðbót

Samkvæmt óformlegri úttekt á bílastæðum við ferðamannastaði í júlí síðastliðnum kemur fram að rukkað sé á að minnsta kosti 38 stöðum. Verðin eru gjarnan frá 750 til 1200 krónum, greitt með appi eða í sölubás. Aðeins í Reykjadal er rukkað fyrir klukkutímann.

„Ég veit að Ísland er mjög dýrt land og ég er reiður út af þessum 30 þúsund krónum. Þetta er mikil viðbót við það sem ég ætlaði þegar að sjá,“ segir ferðamaðurinn.

Þá hafi hann einnig lesið í umsögnum að þó að byrjað sé að rukka fyrir bílastæði þá hafi aðstaðan á stöðunum ekkert batnað. En þetta er umræða sem hefur ítrekað komið upp hér á landi. Það er að ekki allir landeigendur byggi upp aðstöðu, svo sem salerni eða göngustíga á ferðamannastöðunum heldur setji bílastæðapeninginn í eigin vasa.

Sjá einnig:

Rukkað fyrir bílastæði á að minnsta kosti 38 ferðamannastöðum – Sjáðu listann og verðin

Einnig að merkingum sé oft ábótavant og að fólk átti sig ekki alltaf á því að það þurfi að borga fyrir stæði. Lendi það jafn vel í því að fá háar rukkanir eftir á.

„Ætti ég að endurhugsa alla ferðina og fækka dögum, það er eyða meiri tíma á hverjum stað og sleppa jafn vel Norðurlandinu?“ spyr hann.

Ísland mjög dýrt

Hefur færslan fengið töluverða athygli og sitt sýnist hverjum um bílastæðagjöldin.

„Bílastæðagjöldin öngruðu mig líka. En þar sem ég þurfti ekki að greiða neinn annan aðgang og oftast er klósett á staðnum þá fannst mér þetta allt í lagi,“ segir einn.

„Gjöldin eru mjög hófleg að mínu mati,“ segir annar. „Sérstaklega ef maður lítur á heildarkostnað við svona ferð.“

Aðrir benda á að Ísland sé mjög dýrt yfir höfuð fyrir ferðamenn.

„Bíddu bara eftir eldsneytiskostnaðinum,“ segir einn.

„Ef þér finnst bílastæðagjöldin vera há, hvað þá með gistinguna, bílaleigu og mat?“ spyr annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita
Fréttir
Í gær

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Í gær

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“