fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Pressan
Mánudaginn 22. desember 2025 19:30

Erika Kirk ræðir hér við Nicki Minaj á viðburðinum í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Nicki Minaj kom óvænt fram á samkomu íhaldsmanna í Arizona í gær þar sem hún lofsöng Donald Trump Bandaríkjaforseta og varaforsetann JD Vance.

Samkoman var haldin á vegum Turning Point USA, en Charlie Kirk heitinn stofnaði samtökin árið 2013 og er ekkja hans, Erika Kirk, í dag stjórnarformaður þeirra. Sem kunnugt er var Charlie skotinn til bana í september síðastliðnum.

Erika tók viðtal við Nicki Minaj á sviðinu þar sem hún kallaði Trump og JD Vance „fyrirmyndir” fyrir unga karlmenn. Tónlistarkonan var áður harður gagnrýnandi Trumps en hún hefur snúið við blaðinu og er í dag einn hans dyggasti stuðningsmaður.

„Þessi ríkisstjórn er full af fólki með hjarta og sál – fólki sem ég er stolt af. Varaforsetinn okkar, hann fær mig til að… ja, ég elska þá báða,“ sagði Minaj, sem einnig gerði gys að ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin Newsom, og kallaði hann „New-scum“, uppnefni sem Trump hefur áður notað um hann.

„Þeir hafa báðir ótrúlega hæfileika í að vera manneskjur sem fólk getur tengt við,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu