
Samkoman var haldin á vegum Turning Point USA, en Charlie Kirk heitinn stofnaði samtökin árið 2013 og er ekkja hans, Erika Kirk, í dag stjórnarformaður þeirra. Sem kunnugt er var Charlie skotinn til bana í september síðastliðnum.
Erika tók viðtal við Nicki Minaj á sviðinu þar sem hún kallaði Trump og JD Vance „fyrirmyndir” fyrir unga karlmenn. Tónlistarkonan var áður harður gagnrýnandi Trumps en hún hefur snúið við blaðinu og er í dag einn hans dyggasti stuðningsmaður.
„Þessi ríkisstjórn er full af fólki með hjarta og sál – fólki sem ég er stolt af. Varaforsetinn okkar, hann fær mig til að… ja, ég elska þá báða,“ sagði Minaj, sem einnig gerði gys að ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin Newsom, og kallaði hann „New-scum“, uppnefni sem Trump hefur áður notað um hann.
„Þeir hafa báðir ótrúlega hæfileika í að vera manneskjur sem fólk getur tengt við,“ sagði hún meðal annars.