
Liverpool óttast að Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu félagsins, hafi fótbrotnað í 2-1 sigri liðsins gegn Tottenham í gær.
Isak, sem kom inn sem varamaður í hálfleik fyrir Conor Bradley, skoraði fyrsta mark leiksins á 56. mínútu eftir glæsilega sendingu frá Florian Wirtz. Í skotinu var hann hins vegar tæklaður harkalega af Micky van de Ven og lenti illa.
Svíinn gat ekki fagnað markinu, fékk aðhlynningu á vellinum og var síðan studdur af tveimur sjúkraþjálfurum Liverpool þegar hann fór af velli.
Ljóst er að Isak verður frá í nokkra mánuði ef hann er fótbrotinn og yrði aldrei klár fyrr en í vor.