
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að endurhæfing Kai Havertz gangi vel og vonast hann til að fá leikmanninn aftur á völlinn sem fyrst.
Havertz hefur ekkert spilað með Arsenal síðan í upphafi leiktíðar en það gæti orðið breyting þar á fljótlega.
„Kai Havertz hefur bætt sig mjög hratt undanfarnar vikur,“ sagði Arteta, spurður út í málið á fréttamannafundi.
Varðandi endurkomu Þjóðverjans sagði Arteta:
„Við erum mjög bjartsýnir á að hann spili fljótlega með okkur ef hann heldur svona áfram.“