
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var enn á ný spurður út í Kobbie Mainoo á fréttamannafundi í gær.
Mainoo hefur orðaður við brottför, enda ekki byrjað leik í deildinni á tímabilinu, en hann var kominn í stóra rullu áður en Amorim mætti á svæðið.
Bróðir Mainoo mætti svo í bol sem á stóð: Frelsið Kobbie í leiknum við Bournemouth á dögunum.
„Kobbie var ekki í þessum bol. Hann mun ekki vera í byrjunarliði út af þessum bol og ekki á bekknum heldur. Hann mun byrja þegar okkur finnst hann rétti maðurinn í það,“ sagði Amorim um málið.
Mainoo lék þar hálftíma í ótrúlegu 4-4 jafntefli. „Kobbie spilaði mjög vel gegn Bournemouth, það er það mikilvæga,“ sagði Amorim um frammistöðu hans.