
Pep Guardiola var óþolinmóður þegar hann var spurður ítrekað út í framtíð sína hjá Manchester City á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn West Ham.
Þetta kemur í kjölfar fréttar The Athletic um að vaxandi líkur séu á að þetta verði síðasta tímabil Spánverjans hjá félaginu, þrátt fyrir að hann sé með samning til sumarsins 2027.
Guardiola, sem er á sínu tíunda tímabili á Etihad, sagði engin samtök hafa átt sér stað um brottför hans. „Það eru engar viðræður. Punktur,“ sagði hann og bætti við að bæði hann og félagið væru mjög samstillt þegar kæmi að framtíðarákvörðunum.
Þegar hann var spurður beint hvort hann yrði áfram næsta tímabil varð Guardiola pirraður og sagði hann þegar hafa svarað þeirri spurningu. „Ég einbeiti mér bara að West Ham,“ sagði hann.
City eru á góðri siglingu, hafa unnið sex leiki í röð, eru komnir í undanúrslit deildabikarsins og hafa minnkað forskot Arsenal í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar í tvö stig.