

Hörður Snævar Jónsson fór yfir fréttir vikunnar með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is.
Hilmar Árni Halldórsson er nýr aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið KR. Hefur hann vakið athygli með yngri flokka Stjörnunnar undanfarið ár. Hann lék einnig með Garðbæingum lungann úr ferlinum.
„Það er mjög vel látið með hann í Garðabænum eftir það hvernig hann vann sitt starf. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Stjörnuna,“ sagði Hörður.
„Þetta er fótboltaheili, við munum hvernig hann spilaði leikinn. Það verður gaman að sjá hann vinna undir stjórn Óskars Hrafns, mér finnst eitthvað skemmtilega spennandi við þetta.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.