fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. desember 2025 09:30

Fjölskyldan árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NASCAR-ökuþórinn Greg Biffle, eiginkona hans Cristina og tvö börn þeirra eru á meðal þeirra sem létust í flugslysi í gær, fimmtudaginn 18. desember. Rétt fyrir slysið sendi Cristina skilaboð til móður sinnar.

„Hún sendi mér sms úr flugvélinni og sagði: „Við erum í vandræðum.“, segir Cathy Grossu grátandi í samtali við People. „Við erum miður okkar, gjörsamlega miður okkar.“

„Þau tóku öllum þáttum lífs síns og hverri stund fagnandi,“ segir hún beðin um að lýsa fjölskyldunni.

Vélin hrapaði og kviknaði í henni við lendingu á Statesville-flugvellinum í Norður-Karólínu samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum. Sjö létust í slysinu: Greg, 55 ára, Cristina, sonur þeirra Ryder, fimm ára, og Emma, 14 ára dóttir Greg frá fyrra hjónabandi hans, auk vinna þeirra  Dennis Dutton og sonar hans Jack; og Craig Wadsworth.

Hópurinn var á leið í afmælisferð til Flórída, segir Cathy.

„Að hugsa sér að þau skyldu deyja í afmælisferð, þetta átti að vera svo skemmtileg stund fyrir fjölskylduna,“ segir hún. „Og að sjá hversu hræðilega þetta endaði, það er bara svo erfitt að trúa þessu. Ég trúi því ekki að þau séu farin.“

Greg Biffle

Daginn áður voru hjónin í heimsókn hjá Cathy. „Ég man ekki hver voru síðustu orðin sem ég sagði við dóttur mína eða Greg eða ástkæra Ryder minn. Ég man það ekki. Ég veit að við föðmuðumst, en ég man ekki þessi síðustu orð og það mun ásækja mig. En þau voru hamingjusöm.“

Cathy segir að barnabarn hennar Ryder og stjúpbarnabarn hennar Emma, ​​sem og Greg, hafi verið með mörg verkefni framundan og hafi verið að gera góða hluti í lífi sínu.

„Þau tóku öllum þáttum lífs síns og hverri stund fagnandi. Og þetta er svo mikill missir. Þau snertu líf svo margra. Það er svo erfitt að trúa þessu. Ég trúi því ekki að þau séu farin.“

Cathy segir að eitt af síðustu samtölum sínum við dóttur sína hafi verið um jólasveinabréf sem Cristina sendi til fjölskyldna í neyð.

„Hún spurði hvort ég gæti sótt síðustu 17 bréfin. Hún vildi setja þau í póst áður en hún færi í vélina,“ segir Cathy. „Svo ég skaust og sótti þau og fór með þau heim til þeirra, og þegar þau komu heim í gærkvöldi setti hún þau í umslög og kláraði þau öll til að senda þau til þessara síðustu 17 fjölskyldna til að gleðja þær, og það væri það síðasta sem hún hefði gert.“

Vinkona Cristinu, Erica Zangwill, segir að Cristina hafi verið með stórt hjarta og hún hafi elskað að hjálpa öðrum. „Hún var einstök manneskja og ég trúi því ekki að hún sé farin.“

„Ég er miður mín yfir missi Gregs, Cristinu og barna þeirra og hjarta mitt er með öllum sem elskuðu þau,“ skrifaði þingmaður Richard Hudson vinur fjölskyldunnar á X.

„Þeir voru vinir sem lifðu lífi sínu einbeitt að því að hjálpa öðrum. Greg var mikill NASCAR-meistari sem heillaði milljónir aðdáenda. En hann var líka einstök manneskja og verður minnst fyrir þjónustu sína við aðra jafnt sem fyrir óttaleysi sitt á brautinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal