
Frank hafði reyndar fleiri morð á samviskunni því eftir handtöku hans árið 1987 kom í ljós að hann hafði fyrr þetta ár nauðgað og drepið konu að nafni Audrey Gygi.
Þá játaði hann síðar að hafa nauðgað og drepið tvær aðrar konu: Tommie Lou Whiddon árið 1985 og Cynthiu Sue Condra árið 1986.
Frank var fyrst handtekinn þann 24. júlí árið 1987 eftir ábendingu frá herbergisfélaga hans sem sagði hann hafa hagað sér einkennilega. Tveimur dögum áður hafði hann brotist inn á heimili í norðvesturhluta Flórída þar sem hann myrti starfsmann bandaríska flughersins, Edward Alger og kærustu hans, Ann Peterson.
Eftir sakfellingu hans kom í ljós að erfðaefni hans fannst á vettvangi morðsins á Audrey Gigi tveimur mánuðum áður en hann myrti Edward og Ann. Hann játaði sök en þar sem hann hafði þegar hlotið dauðadóm fór málið aldrei fyrir dóm. Hann játaði síðar að hafa myrt bæði Tommie Lous og Cynthiu.
Alls hafa 47 fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári.