fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Pressan
Föstudaginn 19. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var rænt þegar hún var aðeins þriggja ára gömul fannst á lífi og hraust meira en fjórum áratugum eftir hvarf sitt  án þess að vita að hún hefði verið fórnarlamb og leitað hefði verið að henni.

Fyrst var tilkynnt um hvarf Michelle Marie Newton 2. apríl 1983. Móðir hennar, Debra Newton, flutti með dótturina frá Louisville í Kentucky til Georgíu „til að byrja í nýrri vinnu og undirbúa nýtt heimili fyrir fjölskylduna“ en skildi eiginmann sinn, föður Michelle, eftir,“ sagði lögregluembætti Jefferson-sýslu í fréttatilkynningu.

Týnda barnið hafði ekki hugmynd um að það væri týnt í  42 ár.

Michelle 3 ára.

Michelle, sem nú er 46 ára, var alin upp undir öðru nafni. Samkvæmt lögreglunni fór móðir hennar, sem nú er 66 ára, að kalla sig Sharon.

Eftir að Debra var talin hafa hlaupið á brott með barn þeirra reyndi Joseph Newton að hafa upp á þeim. Hann sagðist síðast talað við eiginkonu sína einhvern tímann á milli 1984 og 1985 áður en hún hvarf alveg. Engu að síður hélt leit að Debru og Michelle áfram til ársins 2000. Þá var málið fellt niður þar sem saksóknarar náðu ekki í Joseph.

Fimm árum síðar var Michelle fjarlægð úr landsgagnagrunni yfir týnd börn. Þá hefði hún verið um 25 ára gömul.

Málið var opnað að nýju árið 2016 að beiðni fjölskyldumeðlims, en engar marktækar framfarir áttu sér stað fyrr en lögreglan fékk ábendingu frá Crime Stoppers árið 2025.

Móðirin Debra Newton

Ábendingin leiddi yfirvöld að heimili Debru í The Villages í Flórída þann 24. nóvember síðastliðinn. Hún hafði búið þar sem Sharon Nealy með nýjum kærasta.

Á myndbandi úr búkmyndavél lögreglunnar sést lögreglubíll rúlla inn í innkeyrslu Debru. Vinur hennar grínaðist með: „Þeir eru að koma eftir þér, Sharon!“ samkvæmt myndbandinu. Debra hlær að athugasemdinni, en einn lögregluþjónninn segir að þeir séu mættir vegna hennar.

Eftir að hafa handjárnað Debru, sem eitt sinn var á lista FBI yfir „8 eftirlýsta flóttamenn sem numið hafa barn sitt á brott“ bankaði lögreglan á dyr Michelle.

„Þú ert ekki sú sem þú heldur að þú sért. Þú ert týnd manneskja. Þú ert Michelle Marie Newton,“ sagði lögreglan við hana.

Næst hringdi Michelle í lögregluembættið í Jefferson-sýslu og skipulagði langþráða endurfundi með föður sínum.

„Hún hefur alltaf verið í hjörtum okkar. Ég get ekki útskýrt þá stund að ganga inn og fá að faðma dóttur mína aftur,“ sagði Joseph við staðarmiðil. „Ég myndi ekki skipta þessari stund fyrir neitt. Það var alveg eins og að sjá hana þegar hún fæddist. Hún var eins og engill.“

Michelle í dag.

Debra er ákærð fyrir alvarleg afskipti af forsjá, samkvæmt saksóknaraembætti Jefferson-sýslu. Hún var látin laus gegn tryggingu sem fjölskyldumeðlimur lagði fram.

Michelle og Joseph voru bæði viðstödd ákæru hennar.

„Markmið mitt er að styðja þau bæði í gegnum þetta og reyna að sigrast á þessu og hjálpa þeim báðum að klára þetta svo við getum öll jafnað okkur,“ sagði Michelle við staðarmiðil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal