fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Pressan
Föstudaginn 19. desember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir karlmenn í Nevada í Bandaríkjunum munu eyða stórum hluta því sem þeir eiga eftir ólifað í fangelsi.

Mennirnir, hinn tvítugi Jesus Ayala, og hinn átján ára gamli Jzamir Keys, voru dæmdir í 20 og 18 ára fangelsi fyrir að aka viljandi á hjólreiðamann í Las Vegas.

Atvikið átti sér stað þann 14. ágúst 2023 þegar piltarnir voru enn undir lögaldri. Jesus var undir stýri á meðan Keys hélt á símanum og tók hann upp þegar Jesus ók viljandi á hinn 66 ára gamla Andreas Probst. Á upptöku sem spiluð var í dómnum heyrast þeir hlæja og tala um að aka aftan á manninn.

Andy, sem var fyrrverandi lögreglustjóri og tiltölulega nýfarinn á eftirlaun, lést af sárum sínum.

Bæði Ayala og Keys játuðu sök í málinu í október og voru þeir dæmdir fyrir manndráp af annarri gráðu. Dómarinn í málinu var ómyrkur í máli og sagði að þeir ættu sér engar málsbætur. Refsingin sem þeir fengu er sú þyngsta sem hægt er að fá fyrir manndráp af annarri gráðu.

Verjandi þeirra mótmælti því að piltarnir hefðu ætlað sér að verða Probst að bana. „Þeir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins og gerðu sér ekki grein fyrir hugsanlegum afleiðingum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal