fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

Pressan
Fimmtudaginn 18. desember 2025 22:00

Kirsty McColl árið 1981. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

25 ár eru í dag liðin frá dauða ensku söngkonunnar og lagahöfundarins Kirsty MacColl. Kirsty, sem söng kvenröddina í jólalaginu vinsæla Fairytale of New York, í flutningi The Pogues, lést þegar hraðbátur sigldi á hana úti fyrir ströndum Mexíkó.

Kirsty var að kafa við paradísareyjuna Cozumel í Karíbahafinu ásamt sonum sínum, Jamie og Louis, þá 15 og 14 ára, og urðu þeir vitni að slysinu.

The Sun ræddi í gær við Steve Lilliwhite, fyrrverandi eiginmann Kirsty og föður Jamie og Louis, sem segir að harmleikinn mætti rekja beint til milljarðamæringsins Guillermo González Nova, eins ríkasta manns Mexíkó á þeim tíma, sem átti hraðbátinn. Nova var sjálfur um borð og var sá eini sem hafði leyfi til að sigla honum.

Nova lést árið 2009 og segist Steve trúa því að hann hafi greitt aðstoðarmanni sínum, José Cen Yam, sem þá var 26 ára, fyrir að taka á sig sök í málinu. Yam slapp við fangelsisvist og var aðeins sektaður vegna málsins.

Í viðtali við The Sun segir Steve að enginn trúi því að Yam hafi siglt bátnum og heldur hann því fram að Nova hafi skipulagt yfirhylmingu til að forðast kostnaðarsamt skaðabótamál frá syrgjandi fjölskyldu Kirsty.

„Þeir sögðu að þetta hefði verið ungur strákur sem sigldi, en enginn trúir því. Ég held að þeir hafi einfaldlega ekki viljað standa frammi fyrir gríðarstórum málaferlum þar sem hann var einn ríkasti maður Mexíkó,“ segir Steve meðal annars í viðtalinu.

Yam sagði fyrir dómi á sínum tíma að báturinn hefði verið á mjög litlum hraða þegar slysið varð og Kirsty verið utan verndarsvæðis. Báturinn hefði rekist á hana þegar hún var að koma upp á yfirborðið eftir köfun og ómögulegt hefði verið að koma í veg fyrir slysið.

Móðir söngkonunnar, Jean Newlove, stofnaði baráttuhópinn Justice for Kirsty, sem naut stuðnings vina hennar, þar á meðal Bono, söngvara U2. Hópurinn reyndi að fá málið endurupptekið með því að ráða einkaspæjara til að rannsaka atvikið. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að bátnum hefði verið siglt yfir leyfilegum hámarkshraða á þessum slóðum.

Í viðtalinu segir Steve að þessi árstími sé ávallt erfiður fyrir hann. Hann og Kirsty gengu í hjónaband árið 1984 en skildu árið 1997. Þrátt fyrir það voru þau áfram góðir vinir. Hann flaug frá Bandaríkjunum til Mexíkó þegar hann frétti af slysinu. Jamie hlaut minniháttar meiðsl, þar sem súrefnistankur hans varð fyrir mesta högginu, en Louis slapp án meiðsla.

Steve segir að fjölskyldan hefði þurft að læra að sætta sig við niðurstöðuna, þrátt fyrir mikil vonbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna