fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Eyjan
Miðvikudaginn 17. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar um allan heim keppast við að velja fólk ársins á ýmsum sviðum þegar komið er að áramótum. Athyglin beinist einkum að því hverjir verða fyrir valinu sem viðskiptamenn ársins í öllum heiminum og einstöku löndum. Sama gildir um stjórnmálamenn. Þá eru vitanlega á ferðinni ýmsar útnefningar fyrir íþróttafólk, vísindamenn, skemmtikrafta og listafólk.

Orðið á götunni er að hér á Íslandi geti varla leikið nokkur vafi á að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hljóti að verða valin stjórnmálamaður ársins 2025. Hún hefur á sínu fyrsta ári – væntanlega af mörgum – sem forsætisráðherra sýnt hvað hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum. Hún stígur inn á sviðið sem fullskapaður þjóðarleiðtogi og hefur sýnt festu og mikla forystuhæfileika, oft við erfiðar aðstæður.

Óþörf vandræðamál hafa því miður komið upp hjá Flokki fólksins sem andstæðingar hafa reynt að gera sér mikinn mat úr án sýnilegs árangurs. Stjórnarandstaðan setti Íslandsmet í málþófi í sumar sem þjóðinni er í fersku minni og einnig hafa komið upp erfið mál í efnahagsumhverfinu sem hjálpa ekki til, meðal annars gjaldþrot flugfélagsins Play og bilun í álveri á Grundartanga sem veldur truflunum. Við öllu þessu hefur forsætisráðherra brugðist af yfirvegun og festu. Þá hefur verið eftir því tekið hversu glæsilega hún hefur komið fram í samskiptum við erlenda þjóðhöfðingja en hún er menntuð erlendis og tjáir sig á ensku eins og innfædd. Það er meira en unnt er að segja um suma forvera hennar á forsætisráðherrastóli!

Sama gildir um Guðmund Kristjánsson, forstjóra og aðaleiganda sjávarútvegsrisans Brims. Hann hefur byggt upp fyrirtæki sín af yfirvegun og festu á meðan sumir af forystumönnum í sjávarútvegi hafa eytt orku sinni á að væla og vorkenna sér. Eftir að mest gekk á vegna hækkunar afnotagjalda af sjávarútvegsauðlindinni og sumir sjávarútvegsmenn lýstu uppgjöf og eymd gerði Guðmundur Kristjánsson sér lítið fyrir og keypti allt hlutafé í Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna. Rekstrarumhverfi sjávarútvegs eftir hækkun veiðigjalda var ekki verri en það að hans mati.

Kaup Brims á Lýsi eru vel rökstudd sem fagleg leið til að efla alhliða sjávarútvegsfyrirtækið Brim og lengja í virðiskeðjunni sem ekki þarf að efast um að vel muni takast hjá Guðmundi og öflugu samstarfsfólki hans. Fyrr á þessum vetri kom einnig fram að afkoma Brims hafði verið afar góð á síðari hluta ársins enda er áherslum og rekstri stýrt af fagmennsku og yfirvegun. Guðmundur vakti einnig athygli þegar hann sagði af sér formennsku í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi skömmu eftir að hann var kjörinn til formennskunnar. Honum líkaði ekki við öfgakenndar áherslur í hagsmunagæslunni þar á bæ. Víst er að margir skildu þá ákvörðun Guðmundar vel.

Orðið á götunni er að þó að þau Kristrún og Guðmundur komi úr sitt hvorri áttinni og á milli þeirra sé nánast kynslóð í aldursmuni, þá beri þau svipuð einkenni að sumu leyti. Þau eru fagleg, vel að sér, menntuð í útlöndum og hafa burði til að láta verkin tala. Þau leyfa öðrum að gagnrýna, kvarta, kveina og rífa niður á meðan þau vilja byggja markvisst upp. Og láta verkin tala.

Á árinu sem er að líða hefur það komið skýrt fram að Íslendingar hafa með Kristrúnu Frostadóttur eignast stjórnmálaleiðtoga sem hægt er að treysta til að leiða þjóðina fram á veginn, bæði í mótbyr og meðbyr. Hún er enn þá innan við fertugt, rétt að byrja.

Guðmundur Kristjánsson er maður ársins í viðskiptalífi Íslendinga hvernig sem á það er litið og sýnir enn á ný að þar er á ferðinni maður sem sér marga leiki fram í tímann. Áhugavert verður að fylgjast með honum í framhaldinu.

Orðið á götunni er að andstæðingar Kristrúnar og Guðmundar gætu lært margt af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?