
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hyggst ekki gefa kost á sér áfram fyrir komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í færslu Hjálmars á Facebook nú fyrir stundu. Hjálmar hefur setið í borgarstjórn í 16 ár og hefur svo sannarlega sett sinn svip á rekstur og stefnu borgarinnar.
„Við höfum sett fram skýra stefnu um framtíð Reykjavíkur, að hún breytist smám saman úr dreifðri bílaborg í þétta, vistvæna og mannvæna borg. Við höfum líka lagt mikla áherslu á samvinnu borgarinnar við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Þessi stefna hefur orðið til þess, að mínu mati, að Samfylkingin hefur verið leiðandi flokkur í borgarstjórn síðustu 16 árin. Vonandi verður svo áfram. Ég sný mér að öðru, en verð alltaf ákafur talsmaður stefnunnar,“ skrifar Hjálmar.