fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Carragher urðar yfir Rio Ferdinand – Segir hann ekki vera mann fólksins

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. desember 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur gert gys að fullyrðingu Rio Ferdinand um að hann sé maður fólksins eftir að fyrrverandi liðsfélagarnir í enska landsliðinu lentu í orðaskaki á samfélagsmiðlum.

Carragher hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna harðrar gagnrýni sinnar á Mohamed Salah eftir ummæli Egyptans í garð Liverpool og knattspyrnustjórans Arne Slot. Fyrrverandi varnarmaður Liverpool kallaði ummæli Salah „skömm“ í átta mínútna umfjöllun í Monday Night Football á Sky Sports, áður en hann mildaði tóninn síðar í vikunni.

Í umræðunni svaraði Carragher orðum Salah um að hann myndi gagnrýna hann aftur með því að spyrja hvort hann hefði nokkru sinni gagnrýnt Salah á vellinum. Þá greip þáttastjórnandinn David Jones fram í og minnti á að Carragher hefði sagt fyrir fáeinum vikum að fæturnir væru farnir.

Rio Ferdinand deildi upptöku af þessu atriði á samfélagsmiðlum og kallaði það „besta sjónvarpsaugnablik ársins 2025“.

Í kjölfarið svaraði Carragher með því að gera lítið úr Ferdinand og gagnrýndi hann fyrir þögn sína um himinhátt miðaverð á HM, eftir að Ferdinand hafði lýst sjálfum sér sem manni fólksins þegar hann stýrði drætti HM fyrir hönd FIFA.

Á meðan sneri Salah aftur í lið Liverpool, fékk hlýjar móttökur stuðningsmanna á Anfield og nafn hans var sungið eftir sigur á Brighton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar