fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 13. desember 2025 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Benjamin Sesko með Manchester United gæti dregist eftir að hann veiktist af matareitrun.

Sesko hefur verið frá keppni síðan 8. nóvember vegna hnémeiðsla og stóð til að hann sneri aftur til leiks í næstu viku.

Hins vegar æfði 23 ára gamli framherjinn ekki á fimmtudag og verður metið hvort hann verði tiltækur fyrir leik United gegn Bournemouth.

Varnarmennirnir Matthijs de Ligt og Harry Maguire eru einnig enn frá. De Ligt, sem átti upphaflega að snúa aftur í leiknum gegn Wolves á mánudag, glímir við bakmeiðsli.

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sagði: „Maguire er frá, De Ligt er frá. Sesko, við verðum að sjá til. Hann fékk matareitrun en við bíðum og sjáum. Við eigum enn tvær æfingar eftir.“

Hann bætti við að meiðsli De Ligt væru líklega ekki alvarleg. „Hann kláraði leikinn gegn Crystal Palace vel fyrir tveimur vikum. Þetta virðist ekki vera alvarlegt, en hann finnur fyrir verkjum,“ sagði Amorim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram