fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Vill leyfa ríkisstarfsmönnum að vinna lengur

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en samkvæmt frumvarpinu yrði lögbundinn eftirlaunaaldur ríkisstarfsmanna hækkaður úr 70 árum í 73.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé nú flutt í áttunda skipti en hafi ekki náð fram að ganga.

Segir enn fremur að frá setningu laganna hafi lífaldur Íslendinga hækkað auk þess sem almennt heilsufar þjóðarinnar hafi batnað þannig að nú haldi fólk góðri heilsu lengur. Sú breyting hafi verið gerð á lögum um almannatryggingar árið 2016 að nú sé hægt að hefja lífeyristöku á bilinu frá 65 ára til 80 ára aldurs. Breytingin gagnist ekki ríkisstarfsmönnum, hvort sem um sé að ræða skipaða embættismenn eða ráðna starfsmenn, því að báðum hópum sé gert að láta af störfum þegar 70 ára aldri sé náð, samkvæmt gildandi lögum.

Samkvæmt greinargerðinni er markmið frumvarpsins að þessum starfsmönnum og embættismönnum hjá ríkinu verði gert kleift að starfa hjá því til 73 ára aldurs standi hugur þeirra til þess en að sjálfsögðu geti þessir hópar látið af störfum sjötugir eftir gildistöku ákvæða frumvarpsins líkt og áður. Alkunna sé að mikill auður liggi í reynslu og þekkingu starfsmanna sem unnið hafi sem sérfræðingar og embættismenn um langa hríð. Það sé því bæði þeim og ríkinu til hagsbóta að almennir starfsmenn og embættismenn eigi kost á því að starfa lengur en til 70 ára aldurs ef þeir vilji. Dæmi séu um að embættismenn og aðrir ríkisstarfsmenn séu ráðnir sem verktakar eftir starfslok til að sinna störfum sem þeir sinntu áður. Það fyrirkomulag sé snúið og hvorki þeim né ríkinu til hagsbóta.

Nú þegar aldraðir geri ríkari kröfur en áður um fulla þátttöku í þjóðfélaginu lengur fram eftir aldri sé bæði rétt og skylt að gera þeim það kleift með því að hækka hámarksaldur þeirra sem vinna hjá ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“
Fréttir
Í gær

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Í gær

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin