fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 09:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að orð Egils Helgasonar fjölmiðlamanns hafi vakið kátínu á Facebook.

Þar deilir Egill mynd af grein Heimildarinnar um 70 hús sem rísa nú viðþjóðgarðinn í  Skaftafelli.

„Þetta er nákvæmlega það sama og þegar byggð eru stærri hús. Efsta hæðin er aðeins inndregin og telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“ spyr fjölmiðlamaðurinn geðþekki.

Mynd: Skjáskot Heimildin.

Í fréttinni er haft eftir Sigurjóni Andréssyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðarsem hafnar því að húsin 70 séu tveggja hæða:  „Ég veit að þetta kann að virðast þannig þegar horft er á framkvæmdirnar, en húsin eru ekki tveggja hæða í hefðbundnum skilningi.“

Í athugasemdum við færslu Egils velta margir því upp hvað telst hæð á húsi og hvað ekki.

„Þetta er auðvitað bara kjallari og ris,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður og sáttamiðlari.

„Þetta er bara ein hæð með kjallara ofaná,“ segir Halldór Gylfason.

„Smækkuð mynd af nýju og „glæsilegu“ útliti miðbæjar höfuðborgarinnar,“ segir Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður.

„Já, þetta er allt sérstaklega kjánalegt. Vilji menn setja niður hús á svæðinu, þá hefðu þau átt að vera langt neðan vegar og í eins miklu skjóli frá veginum og hægt er. Réttast væri að þessi hús verði færð eða rifin,“ segir Marinó G. Njálsson ráðgjafi og sérfræðingur í áhættustjórnun.

„Sennilega breskur arkitekt. Jarðhæð og fyrsta hæð. Sem sagt, ekki tveggja hæða.“

Brjánn Guðjónsson kemur svo með skemmtilega athugasemd og vekur athygli á að samkvæmt rökum Egils sé Hallgrímskirkja aðeins ein hæð: „turn Hallgrímskirkju er inndreginn. hver hæð er inndregnari en sú fyrir neðan. það er, hann mjókkar eftir því sem hann hækkar. er hann þá bara ein hæð?“

Hörmung sem ætti að rífa

Mun fleiri eru síðan á því að framkvæmdin og húsin séu hrein hörmung, sem helst ætti að rífa.

„Svo skelfilega ljótt og ömurlegt. Og þetta er svona út um allt land – verið að gera nákvæmlega þetta mjög víða.“

„Af hverju byggð svona forljót hús þarna við þjóðgarðinn? Eru engar kröfur hvað varðar útlit?“

„Þetta með hæðafjöldann eru mjög gagnlegar upplýsingar næst þegar ég þarf að glíma við skipulagsyfirvöld í Reykjavík, sem ég vona að verði aldrei aftur.

Burtséð frá því er ég orðlaus yfir óskammfeilninni, smekkleysinu og fávitaganginum í eyðileggingarfrömuðum Ísafoldar sem skennka okkur og heiminum öllum mannvirki á þessum stað. Og hvílík hörmungarmannvirki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar