fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sakaður um að ofsækja tvær konur: „70 til 80% af þessu er lygi“

Valbjörn Magni Björnsson er borinn þungum sökum á Facebook – ung kona sakar hann um að hafa ofsótt sig í 12 ár

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. mars 2016 13:35

Valbjörn Magni Björnsson er borinn þungum sökum á Facebook - ung kona sakar hann um að hafa ofsótt sig í 12 ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki rétt, málið er bara í vinnslu hjá mínum lögmanni,“ sagði Valbjörn Magni Björnsson, eða Magni Linberg, eins og hann kallar sig á Facebook, þegar DV hafði samband við hann, en Magni er borinn þungum sökum á Facebook þar sem hann er sakaður um að ofsækja fyrrum sambýliskonu sína auk þess sem hann er sakaður um að hafa áreitt unga konu í rúman áratug. Konurnar þekkjast ekkert.

Það var Benedikt Guðmundsson, sem er búsettur á Akureyri, sem vakti athygli á málinu í gær, en lýsingum hans hefur verið dreift hátt í þúsund sinnum á Facebook og vakið hörð viðbrögð.

Benedikt sakar Magna um að hafa ofsótt fyrrverandi eiginkonu sína, eftir að Magni og hún slitu sambúð fyrir nokkrum árum síðan.

Sjálfur lýsir Benedikt reynslu sinni svona: „ Hann hefur terroriserað Svanhildi með þúsundum SMS skilaboðum, hringt í heimasímann dag og nótt auk þess að hanga fyrir utan húsið þar sem hún býr eða þar sem hún vinnur í tíma og ótíma. Þá virðist hann hafa einstakan hæfileika til að dúkka upp hvar sem hún fer eða er og eltir hana þá keyrandi eða labbandi eftir því sem við á. Hann hefur notast við sex óskráð GSM númer til að hylja slóð sína og hef ég tvö þeirra.“

Benedikt hefur leitað til lögreglu vegna málsins, en segir að ekkert sé hægt að gera. Þá segir hann að fjöldi kvenna hafa sett sig í samband við sig, og vinnur hann nú í því að koma nöfnum þeirra til lögreglunnar.

Eftir að Benedikt birti færslu sína skrifaði Fanney Björk Ingólfsdóttir, 26 ára gömul kona frá Akureyri, frásögn á Facebook þar sem hún lýsir reynslu sinni af Magna.

Sjálf skrifar hún:

„Benedikt Guðmundsson deildi þessari mynd í morgun þar sem hann sagði frá grófu áreiti af hálfu þessa manns við fyrrverandi konu hans. Ég greindi einnig frá því að þessi maður hefur kynferðislega áreitt mig í hátt í tólf ár.“

Hún segir í færslu sinni að Magni hafi svipt hana geðheilsunni, eins og hún orðar það, sem leiddi til þess að hún var færð á geðdeild. Hún segir að hún sé enn að takast á við áfallastreituröskun vegna kynna sinna af honum.
Hún skrifar svo:

„Hann er ennþá að áreita mig og síðustu skilaboð frá honum til mín komu fyrir nokkrum dögum. Þessi maður er hættulegur. Hann reyndi að ráðast á mig og draga mig inní hús þegar ég var 15 ára gömul (þar sem hann ætlaði að „gera mér það sem ég ætti skilið“ að eigin sögn) en fólk sem stóð hjá bjargaði mér frá honum. Síðan þá hef í lifað í felum og ótta við þennan mann.“

Hún biðlar svo til allra að deila reynslu sinni og myndinni af Magna og skrifar svo:

„Þessvegna biðla ég til ykkar að deila þessu og hver sá sem hefur lent í áreiti af hálfu þessa manns (eða þekkir einhvern), ef þið viljið ekki fara til lögreglu strax, þá bið ég ykkur að setja ykkur í samband við mig. Ef við stöndum saman þá kannski líkur þessari martröð.“

Í lok færslunnar segist hún vera komin með nóg af þögninni.

„mig langar ekkert til þess að vera stelpan sem birtir svona á facebook en ég er búin að þegja í 12 ár og nú er ég komin með nóg….. ég get ekki meir…. búin að reyna að fara löglegu leiðina og þetta virðist vera orðið það eina sem ég get gert. Verði ég kærð fyrir meiðyrði then so be it….. sjáum hvort okkar fær þyngri dóm.“
DV náði í Magna sem er búsettur á Akureyri og bar undir hann þessar alvarlegu ásakanir.

Magni sagðist ekki vilja tjá sig um málið en bætti svo við:

„70 til 80% af þessu er lygi.“

Aðspurður hvað væri þá til í þessum 20 til 30% sagðist hann ekki geta útskýri málið í síma, þar sem um flókna og langa sögu væri að ræða. Spurður út í frásögn Fanneyjar sagði hann hana einfaldlega lygi og sagði blaðamanni þá frá því að hún hefði farið ung inn á barna – og unglingadeild.

„Þetta er bara sorgarsaga,“ sagði hann og ítrekaði að hann gæti ekki rætt málið í síma, hann yrði að hitta blaðamann til þess að útskýra málið, þangað til myndi hann ekki tjá sig.

Því næst bætti hann við: „Ég er bara einfaldur maður sem lendir á milli tannanna á fólki.“

Benedikt hefur ekki enn farið til lögreglunnar með nöfn kvennanna sem hafa sett sig í samband við hann vegna færslu sinnar á Facebook um Magna. Sjálfur segir Benedikt á Facebook-síðu sinni:

„Ég hef í dag frásagnir fjölda kvenna sem nú verður unnið í að sameina og afhenda lögreglunni með leyfi kvennanna. Skiljanlega eru margar hræddar enda búnar að vera undir andlegu álagi svo árum skiptir en með hjálp sinna nánustu og okkar hinna skulum við sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt. Mörg af þessum málum eru áratuga gömul og eflaust lítið að hægt að fást við það en það breytir því ekki að hann braut á öllum þessum konum og honum ber að axla ábyrgð á því.“

Hér fyrir neðan má lesa færslur Benedikts og Fanneyjar.

Þessi maður hefur á undanförnum mánuðum umturnað lífi fyrrverandi eiginkonu minnar Svanhildar Sigurgeirsdóttar sem…

Posted by Benedikt Guðmundsson on Tuesday, 29 March 2016

.. Ég ætla að deila þessari mynd aftur fyrst að ummælin mín við hina myndina koma ekki ef henni er deild. Benedikt Guð…

Posted by Fanney Björk Ingólfsdóttir on Wednesday, 30 March 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar