fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. desember 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, lét enn á ný í ljós óánægju sína með leikmannamál félagsins eftir 2-1 tap gegn Manchester United í gær.

Glasner hefur margoft gagnrýnt stjórn félagsins fyrir litla hreyfingu á leikmannamarkaðnum í suma, sér í lagi í ljósi þess að Palace vann bikarinn í vor og spilar í Sambandsdeildinni á þessari leiktíð.

„Ef þú spilar í Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins, þá áttu að fjárfesta, ekki spara. Við höfum staðið okkur vel og erum í fínni stöðu bæði í deild og bikarkeppnum, en janúarglugginn kemur of seint. Þá verðum við búnir að spila meira en helming leikja,“ sagði Glasner.

Hann benti einnig á að Ismaila Sarr hafi meiðst í leiknum og fari auk þess á Afríkukeppnina.

„Allt sem við stöndum frammi fyrir núna kemur ekki á óvart. Það var ljóst í sumar hvað þyrfti að gera. Ég sagði ekkert þá, en nú er rétt að benda á að við misstum af tækifæri til að bæta liðið og gera tímabilið enn betra.“

Glasner hefur verið orðaður við stærri félög og þessi pirringur hans ýtir undir að hann gæti farið annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“