

Hinn fyrrverandi Liverpool-maður Didi Hamann gagnrýnir Florian Wirtz harðlega og segir að tíminn sé að renna út fyrir Þjóðverjann ef hann ætlar að bjarga ferlinum á Anfield.
Wirtz, 22 ára, kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í sumar fyrir 116 milljónir punda, en þrátt fyrir miklar væntingar hefur hann hvorki skorað né lagt upp mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur átt erfitt með að aðlagast enska boltanum á sama tíma og lið Arne Slot hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum í öllum keppnum.
Hamann segir Wirtz hafa fengið nægar tækifæri. „Hann hefur átt þrjá mánuði til að sýna sig, en hefur ekki gert það. Af hverju ætti hann að gera það núna þegar liðið er í óreiðu? Hann virkar ekki ánægður og hugsar of mikið.“
Hamann segir jafnvel að Wirtz gæti þurft að fara á láni frá Liverpool eftir áramót. „Ef hann sýnir sig ekki fyrir jól held ég að félagið skoði hvað sé best fyrir alla aðila.“