fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 16:30

Lakanwal kom til Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir fjórum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Ratcliffe, forstjóri CIA, segir að maðurinn sem skaut einn þjóðvarðliða til bana og særði annan lífshættulega í skotárás skammt frá Hvíta húsinu á miðvikudag, hefði aldrei átt að fá að koma til Bandaríkjanna.

Maðurinn sem um ræðir heitir Rahmanullah Lakanwal og kom til Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir fjórum árum.

Í frétt New York Post kemur fram að Lakanwal hafi starfað í sérhæfðri hryðjuverkasveit í Afganistan sem vann meðal annars með og naut stuðnings CIA.

Þegar Afganistan féll undir stjórn Talíbana árið 2021 var Lakanwal hleypt inn í landið undir hinni svokölluðu Operation Allies Welcome-áætlun Biden-stjórnarinnar. Var markmiðið að hjálpa þeim Afgönum sem börðust gegn Talibönum að flýja land eftir brottför Bandaríkjahers frá landinu.

Sarah Beckstrom, 20 ára, lést eftir árásina en Andrew Wolfe, 24 ára, særðist lífshættulega.

Lakanwal var búsettur í rólegu hverfi í Bellingham í Washington-ríki og fékk hann, að sögn New York Post, verktakasamning hjá Amazon við komuna til Bandaríkjanna.

John Ratcliffe, forstjóri CIA, var ómyrkur í máli í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær og sagði að Lakanwal – eins og svo margir aðrir – hefðu aldrei átt að fá að dvalarleyfi í Bandaríkjunum.

„Borgarar okkar og þjónar ríkisins eiga miklu betra skilið en að verða fyrir afleiðingum af stórfelldum mistökum ríkisstjórnar Biden. Guð blessi hugrökku hermennina okkar,“ sagði hann.

Undir þetta tekur Shawn VanDiver, stofnandi og forseti #AfghanEvac, samtaka bandarískra hermanna sem aðstoða afganska bandamenn við að setjast að í Bandaríkjunum.

„Hann sveik fjölskyldu sína. Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað.“

Eins og greint hefur verið hefur heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna stöðvað tímabundið allar innflytjendabeiðnir afganskra ríkisborgara á meðan öryggisferlar verða endurskoðaðir.

Samkvæmt hátt settum bandarískum embættismanni, sem ræddi við CNN, hafði CIA rannsakað Lakanwal og hafði hann farið í gegnum öryggisathuganir hjá Þjóðaröryggismiðstöð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum þar sem ekkert athugavert kom í ljós.

Æskuvinur Lakanwals sagði við New York Times að hann hefði glímt við andleg veikindi vegna þess sem hann hafði séð í Afganistan. Hann hafi séð látið og illa slasað fólk og hann einfaldlega ekki höndlað það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili