fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Steve Thomson hefur ekki bara setið auðum höndum og talið peningana sína síðan hann vann einn stærsta lottópott í sögu Bretlands árið 2019.

Thomson var ósköp venjulegur byggingaverkamaður áður en hann vann 105 milljónir punda, tæpa 18 milljarða króna á núverandi gengi, í Euromillions-lottóinu.

Hann hefur nú opinberað í viðtali við breska blaðið Mirror að hann hafi varið milljónum punda í góðgerðarmál og samfélagsverkefni fyrir ungt fatlað fólk.

Ólst upp við að hjálpa fötluðum

Í umfjöllun Mirror kemur fram að rætur velgjörðarinnar liggi í æsku hans, en föðursystir hans glímdi við alvarlega hryggskekkju. „Ég ólst upp við að sýna virðingu og hjálpa fólki með fötlum. Þegar ég var tíu ára fór pabbi að kenna fötluðum börnum að synda og ég fór með honum. Þetta mótaði mig meira en ég áttaði mig á,“ segir hann.

Einhverjir kynnu að missa stjórn á sér ef þeir myndu allt í einu standa uppi með 18 milljarða króna á milli handanna. Thomson er ekki einn af þeim, en árið 2019, þegar hann vann þann stóra, var hann með nokkur ókláruð smíðaverkefni á sinni könnu.

Í stað þess að stökkva frá ókláruðum verkum bauðst hann til þess að ljúka öllum sínum verkefnum fyrir viðskiptavini sína og gera það að auki ókeypis.

Í frétt Mirror kemur fram að hann hafi nýlega lagt hönd á plóg við að breyta yfirgefnu húsnæði í Chicester í Sussex í fullbúna starfsstöð fyrir samtökin Together Our Community (TOC) sem styðja við ungt fólk með fötlun og þroskahömlun við að læra, vinna og efla sjálfstæði sitt.

Algjörlega ómetanlegur

Hann komst í kynni við forsvarsmenn TOC, þær Hilary Freeborough og Louise Collins, í kórónuveirufaraldrinum, en þær höfðu árum saman flakkað á milli staða með starfsemi sína. Þegar Thomson bauðst til að kaupa og endurbyggja húsnæði fyrir samtökin breyttust allt.

„Fyrir okkur var þetta eins og að vinna í lottóinu,“ segir Hilary. „Hann kom ekki bara með fjármagn heldur var hann með í öllu, allt frá hönnun rýma yfir í það að sópa lauf af stéttinni. Hann hefur verið ómetanlegur,“ bætir hún við.

Louise tekur í sama streng: „Hógværðin er einstök. Hann skilur ekki alveg hversu stór áhrif þetta hefur – en þetta mun breyta lífi svo margra.“

Euromillions-potturinn sem þau Steve og eiginkona hans, Lenka, unnu árið 2019 var sá sjöundi stærsti í sögu Bretlands á þeim tíma. Í viðtölum eftir að þau voru kynntir sem sigurvegarar sagði Steve að fyrsta markmið hans væri að kaupa stærra heimili svo enginn í fjölskyldunni þyrfti að deila herbergi. Í dag segir hann að mesta ánægjan felist í því að nýta auð sinn til að byggja upp samfélag fyrir þá sem standa höllum fæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana