

Liverpool-goðsögnin Jamie Carragher telur að Arne Slot hafi aðeins eina viku til að bjarga starfi sínu eftir mikla erfiðleika hjá Englandsmeisturunum. Liðið hefur tapað níu af síðustu 12 leikjum og síðustu tvö á Anfield, 3-0 gegn Nottingham Forest og 4-1 tap fyrir PSV hafa aukið þrýstinginn verulega.
Í pistli í The Telegraph skrifar Carragher að næstu þrír leikir ákvarði örlög Hollendingsins. „Liverpool á framundan West Ham, Sunderland og Leeds. Nema liðið fái að minnsta kosti sjö stig, verður staðan orðin ólíðandi.“
Carragher fór einnig harkalega í Slot fyrir partýferð til Ibiza áður en síðasta tímabili lauk formlega, þar sem hann sást syngjandi í DJ-búrið hjá Wayne Lineker á O Beach. Á sama tíma voru nokkrir leikmenn í fríi í Dubai.
„Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs,“ sagði Carragher.
„Það voru fjórir leikir eftir. Þetta var viljandi ófagmannlegt og sendi röng skilaboð.“
Hann gagnrýndi jafnframt leikmannakaup Liverpool, sérstaklega að kaupa tvo dýra framherja í sömu glugga og að mistakast að klára kaup á Marc Guehi. „Fyrir sparaðar tíu milljónir punda gæti Liverpool misst hundrað milljónir í Meistaradeildartekjur,“ sagði hann.