fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 08:00

Ashley Cole. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley Cole hefur opinberað að hann hefði getað farið til bæði Real Madrid og Barcelona áður en hann ákvað að yfirgefa Arsenal og ganga til liðs við Chelsea sumarið 2006.

Cole, nú 44 ára, olli miklu uppnámi meðal stuðningsmanna Arsenal þegar hann fór frá sínum uppeldisfélagi í kjölfar langvarandi samningsdeilu. Arsenal dró þá til baka tilboð að andvirði um 55 þúsund punda á viku eftir EM 2004, sem olli Cole miklum vonbrigðum.

„Ég fann mig vanmetinn,“ sagði hann í Stick to Football.

„Þeir höfðu talað um að ég yrði næsti fyrirliði, næsti Tony Adams en svo sögðu þeir mér í raun að ég væri þess ekki virði.“

Cole ætlaði sér fyrst að fara erlendis, og Real Madrid auk Barcelona sýndu áhuga. „Frá því sem ég heyrði átti ég að fara til Real,“ sagði hann. „Var í samtölum við umboðsmenn og gat gert samning við erlent félag.“

Hjónaband hans við Cheryl Cole varð þó til þess að hann vildi ekki yfirgefa England. Síðar kom Chelsea með formlegt tilboð og þá var ákvörðunin tekin.

„Þeir buðu mér kannski fimm eða sex þúsund pundum meira en Arsenal. Það dugði,“ sagði Cole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Í gær

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Í gær

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði