fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Albert sýknaður í landsrétti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 15:11

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var í landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Þetta kemur fram á Vísi.

Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til landsréttar.

Á Vísi kemur enn fremur fram að niðurstaðan í dag sé svo að tveir dómarar landsréttar af þremur vildu að Albert yrði sýknaður en að einn þeirra hafi skilað sératkvæði og vildi sakfella.

„Þannig að það er hársbreidd,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konunnar, við Vísi.

Albert er leikmaður ítalska stórliðsins Fiorentina og landsliðsmaður Íslands. Hann var með íslenska liðinu í mikilvægum leikjum gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Í gær

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Í gær

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí