fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur leyst Aron Jóhannsson leikmann félagsins undan starfsskyldum sínum og er honum nú frjálst að semja við annað félag.

„Aron lék alls 76 leiki í efstu deild fyrir Val og skoraði í þeim 19 mörk. Við þökkum Aroni fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi,“ segir á vef Vals.

Aron er samningsbundinn Val út næstu leiktíð og því þarf félagið áfram að greiða honum laun út samninginn samkvæmt heimildum 433.is.

Framherjinn knái fór samkvæmt heimildum 433.is á tvo fundi með stjórnarmönnum félagsins, fyrst um sinn var honum tjáð að hann mætti finn sér nýtt lið og á seinni fundum var honum tjáð að hann væri ekki lengur velkominn á æfingar hjá félaginu og að félagið myndi borgum honum upp samninginn.

Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari Vals á dögunum og virðist félagið á leið í nýja átt. Aron er 36 ára gamall en hann átti farsælan feril í atvinnumennsku með AGF, AZ Alkmaar, Werder Bremen og Lech Poznan áður en hann snéri heim til Íslands og samdi vð Val haustið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Í gær

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Í gær

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór