

Liverpool er í algjöru vesen eftir 4-1 tap gegn PSV á Anfield, og miðjumaðurinn Curtis Jones hélt ekkert aftur af sér eftir leikinn.
Taplið Arne Slot var baulað af velli og liðið er liðið er á vondum stað og það var síðast árið 1953 að Liverpool tapaði þremur leikjum í röð með þriggja marka mun.
Jones ræddi við RTE og sagði stöðuna ólíðandi. „Ég hef engin svör. Það er bara óásættanlegt. Ég er kominn yfir það að vera reiður, ég á engin orð lengur,“ sagði Jones.
Hann bætti við að þetta sækti sérstaklega í sig, þar sem hann væri uppalinn stuðningsmaður félagsins. „Ég hef aldrei séð Liverpool-lið fara í gegnum svona tímabil. En við berum þessa merki á brjóstinu og við munum berjast.“
„Við erum í skítnum.“
Slot er sagður í stöðugu sambandi við FSG, eigendur félagsins, og staðráðinn í að rétta kúrsinn, en pressan eykst hratt á forsvarsmenn Englandsmeistaranna.