

Kærasta fyrrum leikmanns Arsenal, Barcelona og Manchester United, Alexis Sanchez, rússnesk-úkraínska fyrirsætan Alexandra Litvinova, hefur staðfest að hún sé að eignast sitt fyrsta barn, eftir að hafa haldið meðgöngunni algjörlega leyndri í níu mánuði.

Litvinova, sem er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram, lýsti meðgöngunni sem stærsta leyndarmálinu sínu og segist hún hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum, vinum og lífinu almennt til að halda því. Nú segist hún loksins geta deilt ferðalaginu með fylgjendum sínum.
Fyrirsætan birti myndband í garðinum heima hjá sér þar sem hún sýnir bumbuna, ásamt skilaboðunum: „Nú er loksins hægt að tala um þetta“. Fyrir fáeinum dögum hafði hún birt mynd af sér og Sanchez með textanum: „1+1=3“.
Sanchez spilar í dag með Sevilla á Spáni.