fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Aron Snær Friðriksson hefur hefur skrifað undir samning til 2 ára við félagið.

Aron er 28 ára gamall og er uppalinn í Grindavík. Aron kemur til liðsins frá Njarðvík sem var nálægt því að komast í deild þeirra bestu í lok tímabils. Aron á að baki 7 leiki fyrir yngri landslið Íslands og er meðlimur í 200+ leikja klúbbnum.

Aron hefur leikið fyrir Vestra, Fylki, og KR áður en hann fór til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2024.

„Aron er reynslumikill markvörður og leikmaður sem hefur í gegnum tíðina sýnt stöðugleika, fagmennsku og sterka nærveru bæði á vellinum og innan liðsins. Hann hefur oft verið nefndur sem vanmetinn markmaður, en þeir sem þekkja til vita að hann býr yfir öllum helstu eigindum sem toppmarkmaður þarf. Með þessari blöndu af gæðum og karakter er Aron fullkomlega fær um að veita Ingvari sterka og heilbrigða samkeppni um stöðuna í markinu,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Í gær

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða