

Enska blaðamanninum Henry Winter segir FIFA hafa grautað illa í málinu þegar Cristiano Ronaldo fékk aðeins eins leiks bann fyrir vísvitandi olnbogaskot á Dara O’Shea.
Ronaldo átti að fá 2-3 leikja bann en fékk aðeins 1 leik og þarf því ekki að taka út leikbann á HM í Bandaríkjunum næsta sumar.
Winter telur að ákvörðunin snúist um stjörnuáhrif og viðskiptalegt vægi Ronaldo fremur en sanngirni og fordæmi í íþróttinni.
Winter bendir á að þessi Ronaldo-aflausn fleygi óæskilegri frásögn inn í HM að reglur gildi ekki jafnt fyrir alla. Hann skrifar að ásýnd FIFA sé sköðuð og það virðist kaldhæðnislegt og síður en svo faglegt hvernig sambandið beygi sig fyrir frægð einstaklingsins.
Að hans mati eru afleiðingarnar víðtæka, aðrir leikmenn finni fyrir því að þeir séu leikmenn annars flokks, áhorfendur í öðrum íþróttum geri lítið úr trúverðugleika knattspyrnunnar og FIFA-stjórnendur, sérstaklega Gianni Infantino. séu orðnir „einangraðir í bólunni sinni“ og hlusti ekki á raddir stuðningsmanna.
Winter segir einnig að dómurinn skaði orðspor Ronaldo sjálfs. Portúgalinn hafi byggt feril sinn á ótrúlegri vinnusemi, aga og engum styttri leiðum, þar til nú. Með þessu hafi FIFA í raun veitt honum eitthvað sem hann hefði aldrei þurft né óskað sér á sínum bestu árum.