
Atvikið átti sér stað í uppsveitum New York-ríkis í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld.
Lögregla segir að hinn 65 ára Scot Thompson hafi lent í orðaskaki við bræður sínar, Mark og David, sem endaði með því að hann dró fram haglabyssu og skaut þá til bana. Mark var sjötugur en David 69 ára.
Í frétt Syracuse kemur fram að öðrum bræðranna hafi tekist að hringja í lögreglu, en þegar hún kom á vettvang mætti henni skelfileg sjón. Mark og David voru látnir í veiðikofanum en Scot á bak og burt.
Hann var handtekinn daginn eftir og hefur verið kærður fyrir tvö morð.